Gagnrýnir skipan í nefnd

Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Mér finnst það sérkennilegt að verið sé að taka fagmennsku úr nefndinni og færa aukna pólitík inn í hana með nýrri skipan nefndarmanna.“

Þetta segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokks og fyrrv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um breytingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga.

„Ekki er bara tekinn út formaður nefndarinnar, sem kom úr háskólasamfélaginu, og settur inn nýr formaður, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, heldur er bætt við fulltrúa heildsala. Þetta snýst um lifibrauð bænda og skyldur þeirra til að sinna neytendum. Á leiðinni þangað eru alls konar milliliðir en þeir eiga enga kröfu um að vera í þessum hóp og óeðlilegt að þeir séu það. Markmið heildsala er eingöngu að auka gróða sinn sem mest,“ segir Gunnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert