Héraðsdómur þarf að taka fyrir mál Péturs

Pétur Gunnlaugsson lögmaður og dagskrárgerðarmaður Sögu
Pétur Gunnlaugsson lögmaður og dagskrárgerðarmaður Sögu

Hæstiréttur segir að verknaðarlýsing ákæru lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn Pétur Gunnlaugssyni, lögfræðingi og dagskrármanni á Útvarpi Sögu, í tengslum við meinta hatursorðræðu, sé skýr og því beri héraðsdómi að taka málið upp að nýja. Áður hafði héraðsdómur fellt málið niður, en Hæstiréttur ógildi þann úrskurð.

Segir í dómi Hæstaréttar að þar sem verknaðarlýsingin sé skýr verði ekki talið að það muni torvelda Pétri að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum, en Pétur hafði sagt ákæruna óskýra varðandi hvaða brot hann átti að hafa framið.

Tekist hafði verið á um hvort lög náðu yfir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs, eins og það var orðað í ákærunni, en Hæstiréttur segir að ljóst sé að ákæruvaldið líti svo á að þau heiti hins ætlaða brots verði skilin þannig að þau nái undir 233. grein almennra hegningarlaga. Því varði þessi röksemd ekki frávísun málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka