„Mun aldrei geta gerst aftur“

Gas fannst í neysluvatnskerfi á athafnasvæði Reykjanesvirkjunar í dag.
Gas fannst í neysluvatnskerfi á athafnasvæði Reykjanesvirkjunar í dag. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Gas fannst í neysluvatnskerfi á svæði Reykjanesvirkjunar í morgun. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, segir atvikið hafa komið mjög á óvart en búið er að tryggja að þetta geti ekki gerst aftur.

„Það sem sagt virðist hafa farið gas úr jarðhitaholi inn í vatnsveitukerfið. Því var lokað bara í morgun og það er búið að koma í veg fyrir að það geti gerst aftur. Það mun aldrei geta gerst aftur.“

Frétt mbl.is: Yfirþrýstingur í borholu olli gasmengun

Ásgeir segir holuna sem um ræðir vera þá einu sem tengd hafi verið neysluvatnskerfi á þennan hátt.

[Aðrar holur] eru ekki tengdar með þessum hætti. Þetta var sú eina, það var verið að dæla ofan í hana eins og hefur verið gert lengi. Þetta kom öllum í rosalega opna skjöldu.“

Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnumálastofnun, tók í sama streng í samtali við mbl.is fyrr í kvöld en hann sagði að allir hefðu brugðist við atvikinu eins vel og hugsast gæti. „Þetta er nátt­úru­lega al­veg hrika­legt slys sem eng­inn gerði sér grein fyr­ir að væri mögu­legt, þetta kom aft­an að fólki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert