Riða fannst ekki í íslenskum hreindýrum

Aldrei hefur verið staðfest riða í íslenska hreindýrastofninum.
Aldrei hefur verið staðfest riða í íslenska hreindýrastofninum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki fannst riða eða riðutengdir sjúkdómar í sýnum úr hreindýrum sem rannsökuð voru hér á landi í vetur. Tilefnið var að sjúkdómurinn CWD sem er skyldur riðu fannst fyrir tilviljun í villtu hreindýri í Noregi á síðasta ári.

Eftir að CWD fannst í norska hreindýrinu hafa stofnanir Evrópusambandsins unnið að áhættumati og vöktunaráætlun vegna evrópskra hjartardýrastofna. Sjúkdómurinn er þekktur í hjartardýrum í Ameríku og ekki er vitað hvernig hann barst í norska hreindýrið.

Evrópuþjóðir eru beðnar um að gera athuganir á sínum hjörðum. Ísland er nefnt í þessu sambandi ásamt Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Eystrasaltslöndunum og Póllandi. Misjafnt er hvernig löndin hafa brugðist við, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka