Tvö atvik erlendis svipuð flugslysinu við Hafnarfjörð

Ítölsk. Flugvél sömu gerðar og brotlenti í hrauni sunnan Hafnarfjarðar.
Ítölsk. Flugvél sömu gerðar og brotlenti í hrauni sunnan Hafnarfjarðar.

Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa (RNSA) er enn með til rann­sókn­ar flug­slys suður af Hafnar­f­irði í nóv­em­ber 2015. Þar brot­lenti kennsluflug­vél af gerðinni Tecnam P2002JF með þeim af­leiðing­um að tveir menn lét­ust, flug­kenn­ari og nem­andi hans sem var að öðlast kennslu­rétt­indi á þessa teg­und flug­véla.

Bráðabirgðaskýrsla um slysið ligg­ur ekki fyr­ir en staða rann­sókn­ar­inn­ar er upp­lýst á vef nefnd­ar­inn­ar, rnsa.is. Þar seg­ir að eft­ir snerti­lend­ing­ar á Reykja­vík­ur­flug­velli hafi Tecnam-vél verið flogið yfir æf­inga­svæði suður af Hafnar­f­irði þar sem m.a. of­risæfing­ar voru fyr­ir­hugaðar. „Við rann­sókn­ina hef­ur komið í ljós að lík­legt er að flug­vél­in hafi spunnið til jarðar,“ seg­ir á vef RNSA.

Fram kem­ur að í mars og apríl á síðasta ári hafi orðið slys á sams­kon­ar Tecnam-vél­um í Póllandi og Ung­verjalandi, þar sem um­merki bendi til þess að vél­arn­ar hafi einnig spunnið til jarðar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert