Vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarpið

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, vill að frumvarp um breytingu á smásölu áfengis verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að hennar mati þurfi Alþingi að ræða um mikilvægari mál.

Frétt mbl.is Telur stuðning í þingflokknum mikinn

Það líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um það en alltaf skal það vera fyrsta afvegaleiðingin að ræða endalaust um sama frumvarp sjálfstæðsflokksins um bús í búðir. Ég legg til að einhver skelli í undirskriftarlista til þingmanna um að skella þessu bara í þjóðaratkvæði,“ skrifar Birgitta á Facebook-síðu sína.

„Setjum áfengisfrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum og einbeitum okkur að því að ræða lausnir á þeirri staðreynd að fullt af fólki býr við enn þrengri kjör eftir breytingar á lögum um almannatryggingar,“ skrifar Birgitta ennfremur en færslu hennar má sjá hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert