Áfengisfrumvarpið sagt mesta afturför í lýðheilsu landans

Flutningsmenn frumvarpsins koma úr fjórum flokkum á Alþingi.
Flutningsmenn frumvarpsins koma úr fjórum flokkum á Alþingi. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

„Þetta frum­varp er verra en fyrri frum­vörp vegna þess að það heim­il­ar einnig áfengisaug­lýs­ing­ar. Ég tel frum­varpið því vera mestu aft­ur­för í lýðheilsu­mál­um Íslend­inga frá lýðveld­is­stofn­un,“ seg­ir Árni Guðmunds­son, formaður For­eldra­sam­taka gegn áfengisaug­lýs­ing­um.

Vís­ar hann í máli sínu til frum­varps til laga um breyt­ingu á lög­um um smá­sölu áfeng­is sem m.a. fel­ur í sér af­nám einka­sölu ÁTVR á bjór og létt­víni, en frum­varpið verður að lík­ind­um fljót­lega tekið til fyrstu umræðu á Alþingi.

Þór­ar­inn Tyrf­ings­son, yf­ir­lækn­ir á Vogi, seg­ir aukið aðgengi fólks að áfengi þýða meiri neyslu. „Ef þetta verður að lög­um auk­um við neysl­una og þau vanda­mál sem stafa af áfeng­isneyslu,“ seg­ir hann, en ein­stak­ling­ar á miðjum aldri eru í mestri hættu að hans mati.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert