Vilja tryggja að gastegundirnar finnist ekki lengur í neysluvatni á Reykjanesi

Gastegundirnar bárust úr jarðhitaholu á Reykjanesi.
Gastegundirnar bárust úr jarðhitaholu á Reykjanesi. Ljósmynd/HS Orka

Vinnueftirlitið mun mæla að nýju í dag hvort sambærileg hætta sé í öðrum jaðvarmaveitum eftir banaslys á Reykjanesi.

Vinnueftirlitið gerði mælingar síðast á föstudagskvöldið og þá var næstum öll mengun farin. „Við munum mæla það aftur í þeim fyrirtækjum sem eru útsett fyrir þetta og tryggja að ástandið sé í raun og veru óbreytt,“ segir Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu, í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir atvikið hafi komið eftirlitinu mjög á óvart. „Fyrir okkur er þetta fyrirbæri sem við bjuggumst alls ekki við. Við höfum farið í gegnum það innanhúss hjá okkur að engum hugkvæmdist þetta. Það þarf að læra af þessu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert