„Hinar hagsýnu húsmæður“

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kallaði þingkonur „hinar hagsýnu húsmæður“ í pontu …
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kallaði þingkonur „hinar hagsýnu húsmæður“ í pontu í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, gagn­rýndi í dag um­mæli sem Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­málaráðherra lét falla um þing­kon­ur á fundi þings­ins í dag.

Í umræðum um op­in­ber fjár­mál á Alþingi í gær sagði Bene­dikt það áhuga­vert hverj­ir hefðu áhuga á umræðunum. „Það erum við Njáll Trausti [Friðberts­son, þingm. Sjálfst.fl.] og hinar hag­sýnu hús­mæður sem eru hérna í stór­um hóp­um.“

Í umræðum um störf þings­ins í dag sagðist Bjarkey hafa velt orðræðu ráðherr­ans fyr­ir sér en hún beindi því einnig til fjöl­miðla að þeir hefðu átt að taka bet­ur eft­ir. Þá spurði hún þing­kon­ur stjórn­ar­meiri­hlut­ans hvort þeim fynd­ist þetta í lagi og hvort um­bera ætti slíka orðanotk­un í rík­is­stjórn sem kenn­ir sig við jafn­rétti og hef­ur skipað sér­stak­an jafn­rétt­is­ráðherra.

Bene­dikt Jó­hann­es­son hef­ur nú beðist af­sök­un­ar á orðræðunni á Face­book-síðu sinni en þar seg­ist hann hafa áttað sig á mis­tök­un­um um leið og hann lét orðin falla.

Um leið og ég heyrði mig segja þetta hugsaði ég: „Þú ert nú ekki alltaf jafn orðhepp­inn Bene­dikt.““

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert