Vilja að Alþingi fordæmi tilskipunina

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þing­menn frá þrem­ur stjórn­mála­flokk­um hafa lagt fram til­lögu til þings­álykt­un­ar á Alþingi þess efn­is að Alþingi for­dæmi harðlega til­skip­un Don­alds Tump Banda­ríkja­for­seta um ferðabann fólks frá sjö ríkj­um til Banda­ríkj­anna þar sem múslim­ar eru í meiri­hluta.

Þings­álykt­un­ar­til­lag­an er svohljóðandi: „Alþingi for­dæm­ir harðlega til­skip­un for­seta Banda­ríkj­anna sem bein­ist gegn múslim­um, með því að neita rík­is­borg­ur­um sjö ríkja og fólki með upp­runa í þeim ríkj­um að ferðast til Banda­ríkj­anna.“

Fram kem­ur í grein­ar­ferð með til­lög­unni að til­skip­un­in sé for­dæma­laus og lýsi mann­fyr­ir­litn­ingu, bygg­ist á for­dóm­um og grafi und­an mann­rétt­ind­um og lýðræðis­leg­um gild­um sem al­mennt séu viður­kennd í vest­ræn­um lýðræðis­ríkj­um. Þá sé hún frem­ur til þess fall­in að kynda und­ir ófriði en tryggja ör­yggi.

Fyrsti flutn­ings­maður er Logi Már Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en aðrir flutn­ings­menn eru Odd­ný G. Harðardótt­ir og Guðjón S. Brjáns­son sam­flokks­menn hans, Andrés Ingi Jóns­son og Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­menn Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, og Smári McCart­hy, Vikt­or Orri Val­g­arðsson og Ásta Guðrún Helga­dótt­ir, þing­menn Pírata.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert