Vinstri græn mælist stærsti flokkurinn

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Flokkurinn mælist nú stærsti flokkur …
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Flokkurinn mælist nú stærsti flokkur landsins. mbl.is/Eggert

Vinstri hreyfingin grænt framboð mælist stærsti stjórnmálaflokkur landsins í nýrri könnun á vegum MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðningi við ríkisstjórnina. Mældist fylgi flokksins 27,0% og hækkaði um 3,8% frá síðust könnun. Sjálfstæðisflokkurinn mældist næst stærsti flokkur landsins með 23,8% fylgi og Píratar þar á eftir með 13,6%.Stuðningur við ríkisstjórnina mælist rétt tæplega þriðjungur, eða 32,6%.

Allir ríkisstjórnarflokkarnir minnka í fylgi, en fylgi Viðreisnar mælist nú 5,6%, en var 6,8% í könnun sem var birt 26. janúar. Björt framtíð mælist nú með 5,3% fylgi, en var áður með 7%.

Samfylkingin bætir tæplega prósentustigi við sig og fer úr 7% upp í 7,8% fylgi núna. Framsóknarflokkurinn lækkar talsvert og fer úr 12,5% fylgi í lok janúar í 9,7% fylgi.

Vinstri grænir: 27,0%

Sjálfstæðisflokkur: 23,8%

Píratar: 13,6%

Framsóknarflokkur: 9,7%

Samfylking: 7,8%

Viðreisn: 5,6%

Björt framtíð: 5,3%

Flokkur fólksins: 3,6%

Dögun: 1,7%

Alþýðufylking: 0,7%

Annað: 1,1%

Könnunin var framvkæmd dagana 1.-5.  Febrúar og var heildarfjöldi svarenda 983 einstaklingar, 18 ára og eldri. Vikmörk miðað við 1.000 svarendur getur verið allt að +/-3,1%. Lesa má nánar um niðurstöður könnunarinnar og sjá þróun fylgisins frá síðustu könnunum hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert