„Flestir eru sammála um að launakjör Landspítalans eru ekki viðunandi þegar haft er í huga að hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttir í önnur og betur borguð störf,“ segir Sunneva Björk Gunnarsdóttir, formaður Curator, félags hjúkrunarnema við Háskóla Ísland.
Verðandi útskriftarárgangur hefur rætt um að koma sér saman um að sækja ekki um störf á Landspítalanum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
„Almennt eru flestir sammála um að leita annað en á Landspítalann. Þetta er ekki enn sameiginleg ákvörðun allra en við erum að funda um málið og ég býst við að við munum standa saman að þessari ákvörðun.“