Telur að gjaldtakan brjóti ekki gegn jafnræði íbúa

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra.
Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í sam­gönguráðuneyt­inu er nú unnið að til­lög­um að end­ur­bót­um á vega­kerf­inu sem fjár­magnaðar yrðu með gjald­töku á veg­um frá höfuðborg­ar­svæðinu. Jón Gunn­ars­son sam­gönguráðherra seg­ir í sam­tali við mbl.is að starfs­hóp­ur vinni nú að því að skil­greina þess­ar þrjár leiðir, en í fram­haldi af því verður tek­in ákvörðun um það hvort sér­stök gjald­taka á þeim geti orðið til þess að unnt verði að ráðast fyrr í stór­tæk­ar end­ur­bæt­ur á vega­kerf­inu.

Um­rædd­ar leiðir eru Reykja­nes­braut frá Kefla­vík­ur­flug­velli og í gegn­um Hafn­ar­fjörð, Vest­ur­lands­veg­ur upp í Borg­ar­nes að Sunda­braut meðtal­inni og síðan Suður­lands­veg­ur aust­ur fyr­ir Sel­foss með nýrri brú yfir Ölfusá. „Ruðnings­áhrif­in af þessu yrðu síðan þau að við höf­um það fram­lag sem kem­ur úr rík­is­sjóði á hverju ári til að fara í fram­kvæmd­ir á öðrum stöðum þar sem þörf­in er mik­il,“ seg­ir Jón.

Þekkt­ar aðferðir er­lend­is 

Spurður hvort gjald­taka sem þessi brjóti ekki gegn jafn­ræði íbúa í land­inu þar sem hún leggst sér­stak­lega á íbúa á suðvest­ur­horn­inu seg­ir Jón svo ekki vera. „Við erum búin að vera með svona gjald­töku í 18 ár upp í Hval­fjarðargöng­um.“

Í Hval­fjarðargöng­um get­ur fólk kosið að fara aðra leið án þess að greiða gjald fyr­ir, verður slíkt í boði á þess­um leiðum?

„Já, það verður vænt­an­lega líka hægt í þess­um til­fell­um. Ef gjald­tak­an held­ur áfram á Vest­ur­landi verður ein gjald­taka áfram í göng­in og fólk get­ur haldið áfram að keyra fjörðinn. Ef það verður gjald­taka hér fyr­ir ofan bæ­inn get­ur fólk hugs­an­lega farið Þrengsl­in. Sunn­an að get­ur fólk síðan farið Suður­strand­ar­veg­inn eða ein­hverj­ar slík­ar leiðir,“ seg­ir Jón.

Hann seg­ir aðferðir sem þess­ar afar al­geng­ar er­lend­is sem lið í fjár­mögn­un á upp­bygg­ingu sam­göngu­mann­virkja. „En þetta er allt í skoðun hjá okk­ur. Það verður ekki tek­in nein ákvörðun fyrr en það verða komn­ar niður­stöður frá starfs­hópn­um,“ seg­ir Jón.

Ákveðin gjald­taka á ferðaþjón­ust­una 

Spurður hvort ekki sé unnt að nýta skatta og gjald­tök­ur af bif­reiðum til að fjár­magna upp­bygg­ingu í vega­kerf­inu seg­ir Jón að það fari eft­ir því hvaða gjald­töku verið sé að vitna í. „Ef horft er til þeirr­ar gjald­töku sem er á eldsneyti þá er ákveðið sam­ræmi í því hvað er að fara í sam­göngu­mál og hvað kem­ur út úr þeirri skatt­lagn­ingu ef virðis­auk­inn er ekki tal­inn með,“ seg­ir Jón.

Þá bend­ir Jón á að í þessu fel­ist einnig ákveðin gjald­taka á ferðaþjón­ust­una þar sem þar eru aðilar sem myndu greiða hæsta gjaldið. „En auðvitað bygg­ir svona gjald­taka líka á því að þeir sem eru að fara mjög oft um svæðin borgi lægra gjald en hinir sem fara sjaldn­ar,“ seg­ir Jón.

Að lok­um legg­ur Jón áherslu á að þessi val­kost­ur sé til umræðu og í skoðun en enn sé ekki búið að taka nein­ar ákv­arðanir um fram­haldið. „Ég hef eng­ar hug­mynd­ir enn um það hvernig þetta yrði ná­kvæm­lega fram­kvæmt varðandi upp­hæðir og annað. Það er hluti af þess­ari vinnu sem fer fram núna að kort­leggja um­fangið og um­ferðina og sjá þá þannig hvernig þessi gjald­taka yrði, hvað hún þyrfti að vera há og fleira,“ seg­ir Jón. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert