Eins og að pissa í skóinn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir lagasetningu ekki leysa …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir lagasetningu ekki leysa sjómannadeiluna til lengri tíma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, líkti laga­setn­ingu á verk­fall sjó­manna við það að „pissa í skó­inn“ í þætt­in­um Silfr­inu á Rás 2 nú í morg­un. Sér hugn­ist ekki að ríkið komi að deil­unni með sér­tæk­um hætti og biðlaði hún til deiluaðila að fara inn í vik­una með það í huga að semja.

Ekk­ert rétt­læti sér­tæk­ar skattaaðgerðir á verk­fall, held­ur feli það þvert á móti í sér ein­stakt tæki­færi til að gera skatt­kerfið ein­fald­ara.

Þá sagði hún það öf­ug­snúið að tala um að út­gerðir eigi að greiða sann­gjarnt verð fyr­ir auðlind­ina, en krefjast svo þess að ríkið styrki sjáv­ar­út­veg­inn með skatt­breyt­ingu. „Ef út­gerðin, SFS og stjórn­mála­menn eru að krefjast þess að ríkið komi að því að styrkja sjáv­ar­út­veg­inn í formi skatta­afslátt­ar þá er það ný nálg­un af hálfu út­gerðar­inn­ar,“ sagði Þor­gerður Katrín.

„Það er skrýtið að heyra stjórn­mála­menn, sér­stak­lega þá sem hafa verið í rík­is­stjórn, kalla eft­ir alls kon­ar viðbrögðum þegar þeir vita það að ráðherra er stöðugt í sam­bandi við deiluaðila.“ 

„Ég held að það sé mjög óheppi­legt ef við ætl­um að setja lög á verk­fallið núna til að stoppa það, þá erum við ekk­ert að leysa nein verk­efni til lengri tíma, held­ur kannski ein­fald­lega að pissa í skó­inn okk­ar.“

Þor­gerður biðlaði þá til deiluaðila að fara inn í vik­una með það í huga að semja og binda enda á verk­fallið. „Ég hvet menn til að hverfa frá þeim hugs­un­ar­hætti að ríkið komi að deil­unni með sér­tæk­um aðgerðum.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert