Ekki nauðsynlegt að vera syndur

00:00
00:00

Ekki er nauðsyn­legt að vera synd­ur til að snorkla í 3° heitu vatn­inu í Silfru á Þing­völl­um sam­kvæmt vefsíðum ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja sem bjóða upp á ferðir þar. Tæp­lega 50 þúsund manns snorkluðu eða köfuðu á svæðinu í fyrra en 8 fyr­ir­tæki hafa selt ferðir þar.

Fram hef­ur komið harka­leg gagn­rýni á starf­semi ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja á svæðinu frá Ólafi Erni Har­alds­syni, þjóðgarðsverði á Þing­völl­um, í morg­unút­varp­inu á Rúv. Hann benti á að ferðamenn sem fari í snorkl-ferðir séu of oft illa synd­ir en einnig að of marg­ir kafi eða snorkli í Silfru. Ein­ar Sæ­mundsen fræðslu­stjóri seg­ir í sam­tali við Rúv að þá hafi komið fyr­ir að liðið hafi yfir fólk á meðan það bíði þess að kom­ast ofan í vatnið.

Þessi gagn­rýni var sett fram í kjöl­far bana­slyss sem varð á svæðinu í gær þegar banda­rísk­ur ferðamaður lést eft­ir að hafa snorklað í Silfru. Á síðustu sjö árum hafa orðið níu al­var­leg slys í Silfru og hafa fjög­ur þeirra verið bana­slys. 

Mbl.is hef­ur í dag reynt að ná sam­bandi við for­svars­menn ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna dive.is og Arctic advent­ur­es til þess að spyrja út í ör­ygg­is­mál á svæðinu en án ár­ang­urs.

Á vef Arctic advent­ur­es og di­vesilfra.is má sjá að ekki eru gerðar strang­ar kröf­ur um að fólk sem fari í snorklferðir sé synt. Hjá di­vesilfra.is er einnig tekið fram að fólk sem sé ekki synt eigi það til að fát komi á það (e. panic) þegar í vatnið sé komið og því hafi það ekki getað notið upp­lif­un­ar­inn­ar.

Mbl.is var á Þing­völl­um í dag þar sem fólk var að kafa og snorkla. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert