Kaupir Hótel Reynihlíð

Mývatn á fallegu kvöldi.
Mývatn á fallegu kvöldi. mbl.is/Golli

Icelandair Hotels hafa keypt húsnæði og rekstur Hótels Reynihlíðar við Mývatn. Þetta staðfestir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels.

Seljendur eru Pétur Snæbjörnsson hótelstjóri og Erna Þórarinsdóttir. Hótel Reynihlíð hóf rekstur árið 1942, eða fyrir 76 árum, og stendur því á gömlum merg.

„Við ætlum okkur að leggja áherslu á gæði og þetta er liður í að styrkja uppbyggingu gæðaferðaþjónustu á landsbyggðinni og er í samræmi við langtímastefnu Icelandair Hotels,“ segir Magnea í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert