Meirihlutinn hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju

mbl.is/Hjörtur

Rúmur helmingur landsmanna styður aðskilnað þjóðkirkjunnar og ríkisins ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Gallups sem gerð var síðasta haust. Þar kemur einnig fram að fleiri treysta þjóðkirkjunni en bera vantraust til hennar. Þá eru fleiri ánægðir með störf Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, en eru óánægðir með þau.

Fram kemur í niðurstöðunum að 55% vilji aðskilnað ríkis og kirkju en 26% séu því andvíg. Sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti eru um 68% landsmanna hlynnt aðskilnaði. Þá bera 38% traust til Þjóðkirkjunnar en 32% gera það ekki. 29% eru ánægð með störf biskups Íslands en 21% óánægð með þau.

Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu, tilheyra yngri aldurshópum og eru með meiri menntun eru líklegri til þess að vilja aðskilnað ríkis og kirkju. Eldra fólk er líklegra til þess að bera traust til þjóðkirkjunnar en yngra og íbúar landsbyggðarinnar fremur en íbúar höfuðborgarsvæðisins.

Skoðanakönnunin var gerð dagana 15. - 26. september 2016. Þátttökuhlutfall var 58,8%, úrtaksstærð 1.434 einstaklingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert