Virðingarleysi ökumanna gagnvart umferðarlögum veldur miklum áhyggjum

Íslenskir ökumenn þurfa margir hverjir að hægja á sér.
Íslenskir ökumenn þurfa margir hverjir að hægja á sér. mbl.is/Golli

„Menn hafa töluvert miklar áhyggjur af þessari þróun,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í kynningar- og öryggismálum hjá Samgöngustofu, og vísar í máli sínu til niðurstöðu könnunar á umferðarhegðun almennings, en þar kemur m.a. fram að 25% ungra ökumanna, þ.e. 24 ára og yngri, segjast aka hraðar en 101 km/klst. á þeim svæðum þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.

Hlutfall þeirra ökumanna sem fara að lögum og halda sig við hámarkshraðann 90 km/klst. fer úr 46% árið 2014 niður í 37% í fyrra.

Þá segjast 50% svarenda sjaldan eða aldrei verða varir við umferðareftirlit lögreglu, en til samanburðar má nefna að árið 2013, þegar um 500 milljónum króna var veitt aukalega til löggæslu, voru 36% svarenda sömu skoðunar, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert