Meirihlutinn mótfallinn áfengi í búðir

Samkvæmt könnun Zenter vill meirihluti Íslendinga áfengið ekki í búðir.
Samkvæmt könnun Zenter vill meirihluti Íslendinga áfengið ekki í búðir. mbl.is/Heiddi

Meiri­hluti Íslend­inga er mót­fall­inn nýju áfeng­is­frum­varpi sam­kvæmt könn­un Zenter sem fram fór dag­ana 9. til 14. fe­brú­ar.

Alls svöruðu 1.023 könn­unni og sögðust 61,5% mót­fall­in nýju áfeng­is­frum­varpi sem kveður á um að heim­ilt verði að selja áfengi í versl­un­um frá og með næstu ára­mót­um. 

Ein­ung­is 22,8% svar­enda sögðust vera hlynnt eða mjög hlynnt frum­varp­inu og 15,7% voru hvorki hlynnt né mót­fall­in.

Einnig kem­ur fram að þegar afstaða Íslend­inga gagn­vart áfeng­is­frum­varp­inu er skoðuð eft­ir sam­fé­lags­hóp­um kem­ur í ljós að nokk­ur mun­ur er á milli hópa. Yngri ald­urs­hóp­ar eru al­mennt hlynnt­ari því að heim­ilt verði að selja áfengi í versl­un­um held­ur en þeir eldri og eru karl­ar mark­tækt hlynnt­ari laga­breyt­ing­un­um en kon­ur. Íslend­ing­ar bú­sett­ir á höfuðborg­ar­svæðinu eru einnig mark­tækt hlynnt­ari áfeng­is­frum­varp­inu en íbú­ar á lands­byggðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert