Meirihlutinn mótfallinn áfengi í búðir

Samkvæmt könnun Zenter vill meirihluti Íslendinga áfengið ekki í búðir.
Samkvæmt könnun Zenter vill meirihluti Íslendinga áfengið ekki í búðir. mbl.is/Heiddi

Meirihluti Íslendinga er mótfallinn nýju áfengisfrumvarpi sam­kvæmt könn­un Zenter sem fram fór dagana 9. til 14. febrúar.

Alls svöruðu 1.023 könnunni og sögðust 61,5% mótfallin nýju áfengisfrumvarpi sem kveður á um að heimilt verði að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum. 

Einungis 22,8% svarenda sögðust vera hlynnt eða mjög hlynnt frumvarpinu og 15,7% voru hvorki hlynnt né mótfallin.

Einnig kemur fram að þegar afstaða Íslendinga gagnvart áfengisfrumvarpinu er skoðuð eftir samfélagshópum kemur í ljós að nokkur munur er á milli hópa. Yngri aldurshópar eru almennt hlynntari því að heimilt verði að selja áfengi í verslunum heldur en þeir eldri og eru karlar marktækt hlynntari lagabreytingunum en konur. Íslendingar búsettir á höfuðborgarsvæðinu eru einnig marktækt hlynntari áfengisfrumvarpinu en íbúar á landsbyggðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert