Samninganefnd Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hittist upp úr klukkan 9 í morgun til að ræða tilboð sem samninganefnd Sjómannasambandsins lagði fram í gær.
„Við erum að skoða þetta núna,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður SFS.
Hann vildi ekkert tjá sig frekar um samninginn eða hvort sjómenn væru með honum að slá af kröfum sínum eins og formaður Sjómannasambandsins greindi frá í gær.
Ertu vongóður?
„Svo lengi sem menn eru að tala saman og menn eru að skiptast á tilboðum og hugmyndum þá er alltaf von,“ segir Jens Garðar.