Úttekt á fjarskiptum við Kötlu

Katla er talin eitt hættulegasta eldfjall hér á landi, ekki …
Katla er talin eitt hættulegasta eldfjall hér á landi, ekki síst vegna jökulhlaupa sem koma í kjölfar goss. mbl.is/RAX

Póst- og fjarskiptastofnun vinnur nú að öryggisúttekt á farsímanetinu á öllu rýmingarsvæði Kötlu vegna mögulegs eldgoss.

Þá er Neyðarlínan að koma upp sendi fyrir Tetra-kerfið í Dyrhólaey og Síminn einnig að setja þar upp farsímasendi. Fyrir er farsímasendir á vegum Vodafone.

Fari Katla að gjósa verða send út SMS-boð í alla farsíma á áhrifasvæði gossins, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert