Krefjast áframhaldandi varðhalds

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir grænlenska sjómanninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is.

Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út klukkan 16 á morgun og benti allt til þess að lögregla færi fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum en það hafði ekki verið staðfest fyrr en nú. 

Maðurinn hefur ekki játað sök við yfirheyrslur að sögn Gríms en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það sem fram hefur komið við yfirheyrslur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert