Tveir fluttir á sjúkrahús

mbl.is/Hjörtur

Tveir voru fluttir á sjúkrahús, annar á Selfoss en hinn á Landspítala, eftir að bifreið fór út af Suðurlandsvegi skammt frá Rauðalæk um tíu leytið í morgun. 

Ökumaðurinn var fastur inni í bifreiðinni og þurfti lögregla að beita klippum við að ná honum út, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Hvolsvelli. Ekki er vitað hvað olli því að ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni en ekki er hálka á þessum slóðum enda fimm stiga hiti á þessum slóðum. Bifreiðin er gjörónýt eftir slysið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka