Gott útlit með nægt afl á Þeistareykjum

Hola ÞG-13 blæs í fyrsta sinn, í fyrradag.
Hola ÞG-13 blæs í fyrsta sinn, í fyrradag. Ljósmynd/Hreinn Hjartarson

Opnað var fyrir borholu ÞG-13 á Þeistareykjum í fyrsta sinn í fyrradag og hún látin blása. Holan verður látin blása í fimm til sex vikur áður en í ljós kemur hve aflmikil hún er.

Nú þegar er til reiðu nægt gufuafl til að knýja fyrri vél Þeistareykjavirkjunar sem gangsetja á í haust. Stefnt er að gangsetningu seinni vélarinnar í apríl 2018. Hvor vél er 45 MW og verður virkjunin því 90 MW þegar fullum afköstum hefur verið náð.

Á liðnu ári voru boraðar fjórar holur á Þeistareykjum. Bora á fjórar holur til viðbótar á þessu ári, en holurnar sem boraðar eru í þessari lotu verða allar stefnuboraðar. Flestar ná niður á um tveggja kílómetra dýpi og eru um 2,5 km langar hver um sig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert