„Höfum daginn til að klára þetta“

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Við höf­um bara dag­inn til þess að klára þetta að mínu mati,“ seg­ir Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is spurður um stöðuna í kjara­deilu sjó­manna en verk­fall þeirra hef­ur staðið yfir frá því í des­em­ber. Vís­ar hann þar til loðnunn­ar og seg­ir að ef þau verðmæti eiga ekki að synda fram­hjá Íslend­ing­um þurfi að bregðast hratt við.

„Þetta er bara orðið alltof langt. Það þarf að koma flot­an­um af stað og það tek­ur tíma. Ef við ætl­um að ná þess­um loðnu­brönd­um þá er ekki eft­ir neinu að bíða. Ég held að aðkoma rík­is­ins sé al­ger­lega óumflýj­an­leg,“ seg­ir Ásmund­ur. Taka megi þann slag hvort ríkið eigi alltaf að koma inn í slík­ar kjara­deil­ur en í þeirri stöðu sem kom­in sé upp liggi lausn­in hjá rík­inu.

„Við verðum að rísa und­ir þeirri ábyrgð,“ seg­ir Ásmund­ur og vís­ar þar til þess að ríkið samþykki að fæðis­pen­ing­ar sjó­manna verði und­anþegn­ir skatti. „Ég er al­veg til­bú­inn að taka þann slag og tel að við verðum bara að sýna rögg­semi og klára þetta mál í dag. Það þarf svo vit­an­lega að fara í gegn­um þingið með breyt­ing­um á skatta­lög­um og þar fram eft­ir göt­un­um.“

Þetta er nauðsyn­legt að mati Ásmund­ar í ljósi þeirra miklu verðmæta sem séu í húfi. „Við meg­um ekki láta þau synda fram­hjá okk­ur. Síðan drepst loðnan og verður eng­um til gagns.“ Bend­ir hann á að 17% hrogna­fyll­ing muni vera kom­in í loðnuna og því stytt­ist óðfluga í það að hún nái 22-23% og telj­ist þar með vinnslu­hæf. Þetta séu mestu verðmæti upp­sjáv­ar­skip­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert