„Við munum óska eftir því að ráðherrann komi á fund nefndarinnar í dag eða í fyrramálið. Ég held að allir skynji alvarleika stöðunnar og efnahags- og viðskiptanefnd getur ekki setið hjá í þeim efnum,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, í samtali við mbl.is.
Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, óskaði eftir því haldinn yrði fundur í nefndinni við fyrsta tækifæri og að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, yrði boðuð á hann. Tekið var vel í það af forystu nefndarinnar. Fram kemur í bréfi Lilju til efnahags- og viðskiptanefndar að óskað sé eftir því að ráðherrann geri grein fyrir mati á þjóðhagslegum kostnaði verkfalls sjómanna og fari yfir þær almennu aðgerðir sem ríkisstjórnin hafi í skoðun við lausn deilunnar