Fjórðungur sáttur við stjórnina

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. mbl.is/Hjörtur

Fjórðungur landsmanna er ánægður með ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Gallups. Fréttavefur Ríkisútvarpsins greinir frá þessu í dag.

Tveir af hverjum þremur þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn síðasta haust eru ánægðir með stjórnarsamstarfið, tæplega 40% kjósenda Viðreisnar en aðeins 14% þeirra sem kusu Bjarta framtíð. Eitt til sex prósent þeirra sem kusu aðra flokka eru ánægðir með stjórnina. Fjórðungur kjósenda er hvorki ánægður né óánægður.

Tveir af hverjum þremur stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar eru ánægðir með samstarfið 28% hvorki né og 8% óánægð. Sé horft til kynja eru 30% karla ánægð með ríkisstjórnina en 19% kvenna. Tekjulega er rúmur þriðjungur tekjuhæsta hópsins ánægður en 13-21% hinna tekjulægstu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert