Rætt um vegtolla

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Jón Gunn­ars­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­aráðherra, fjallaði um mögu­lega skatt­lagn­ingu á um­ferð inn á höfuðborg­ar­svæðið í þætt­in­um Sprengisandi við litla hrifn­ingu Loga Ein­ars­son­ar og Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, formanna Sam­fylk­ing­ar og VG.

Fjár­mögn­un vel­ferðar­kerf­is­ins er meðal þess sem rætt var um í út­varpsþætt­in­um Sprengisandi í morg­un. Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður VG, seg­ir að ýms­ar leiðir séu í boði til að auka tekj­ur rík­is­sjóðs. 

Jón seg­ir að skoða megi gjald­töku víðar á land­inu, meðal ann­ars í jarðgöng­um. Hann seg­ir að þetta sé ekk­ert nýtt af nál­inni  – að ræða skatt á um­ferð. Katrín seg­ist ekki kann­ast við að nokk­ur flokk­ur hafi rætt það fyr­ir kosn­ing­arn­ar og virt­ust þátt­tak­end­ur í þætt­in­um vera sam­mála þar um. 

Að sögn Jóns er þetta aðeins á umræðustigi og ein af fjöl­mörg­um aðgerðum sem skoðaðar eru af rík­is­stjórn­inni varðandi tekju­öfl­un. Ekki sé víst að af þessu verði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert