Smökkuðu þorramat (myndskeið)

Fólk var misánægt með matinn.
Fólk var misánægt með matinn. Skjáskot/Bandaríska sendiráðið

Starfsmenn í bandaríska sendiráðinu héldu þorrann hátíðlegan og smökkuðu matinn sem fylgir þessum gamla mánuði.

Á Facebook-síðu sendiráðsins kemur fram að úrvalið af súrmeti hafi verið mjög gott og hákarlinn hafi verið það síðasta sem fólk smakkaði.

Einn starfsmaður sagði að Íslendingar sem hann þekkir hefðu varað hann við þorramatnum. „Mig langar ekki að borða þetta,“ sagði ein þegar hún fékk að vita að hún héldi á hrútspungi.

„Ég held ég myndi bara borða þennan mat ef ég væri innilokaður og hefði engan annan mat,“ sagði annar starfsmaður hlæjandi.

Myndskeið af þessu má sjá hér að neðan:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert