Múslima vísað frá borði í Keflavík

Flugstöð Leif Eiríkssonar.
Flugstöð Leif Eiríkssonar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Múslimskum kennara frá Wales var vísað úr flugvél, sem átti að fljúga til New York, á Keflavíkurflugvelli.

Maðurinn, sem heitir Juhel Miah, millilenti hér með nemendum sínum og samstarfsmönnum frá skólanum Llangatwg í Aberdulais.

Atvikið átti sér stað í síðustu viku.

Eftir að maðurinn hafði gengið um borð í vélina 16. febrúar var honum fylgt í burtu af lögreglumönnum.

Honum var meinað að fljúga til Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann væri með gilda vegabréfsáritun og þrátt fyrir að lögbann hafði þegar verið sett á umdeilt ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta, að því er kom fram í frétt Wales Online en Rúv greindi frá.

Nemendurnir og samstarfsmenn mannsins héldu áfram ferð sinni til New York en þeir voru „í áfalli“ vegna málsins.

Bæjarráðið í Port Talbot-sýslu hefur skrifað sendiráði Bandaríkjanna í London bréf þar sem það lýsir yfir óánægju sinni með það sem gerðist.

Maðurinn er sagður bæði vinsæll og virtur kennari við skólann sinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert