Múslimskum kennara frá Wales var vísað úr flugvél, sem átti að fljúga til New York, á Keflavíkurflugvelli.
Maðurinn, sem heitir Juhel Miah, millilenti hér með nemendum sínum og samstarfsmönnum frá skólanum Llangatwg í Aberdulais.
Atvikið átti sér stað í síðustu viku.
Eftir að maðurinn hafði gengið um borð í vélina 16. febrúar var honum fylgt í burtu af lögreglumönnum.
Honum var meinað að fljúga til Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann væri með gilda vegabréfsáritun og þrátt fyrir að lögbann hafði þegar verið sett á umdeilt ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta, að því er kom fram í frétt Wales Online en Rúv greindi frá.
Nemendurnir og samstarfsmenn mannsins héldu áfram ferð sinni til New York en þeir voru „í áfalli“ vegna málsins.
Bæjarráðið í Port Talbot-sýslu hefur skrifað sendiráði Bandaríkjanna í London bréf þar sem það lýsir yfir óánægju sinni með það sem gerðist.
Maðurinn er sagður bæði vinsæll og virtur kennari við skólann sinn.