Múslima vísað frá borði í Keflavík

Flugstöð Leif Eiríkssonar.
Flugstöð Leif Eiríkssonar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Múslimsk­um kenn­ara frá Wales var vísað úr flug­vél, sem átti að fljúga til New York, á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Maður­inn, sem heit­ir Ju­hel Miah, milli­lenti hér með nem­end­um sín­um og sam­starfs­mönn­um frá skól­an­um Llangatwg í Aber­dula­is.

At­vikið átti sér stað í síðustu viku.

Eft­ir að maður­inn hafði gengið um borð í vél­ina 16. fe­brú­ar var hon­um fylgt í burtu af lög­reglu­mönn­um.

Hon­um var meinað að fljúga til Banda­ríkj­anna þrátt fyr­ir að hann væri með gilda vega­bréfs­árit­un og þrátt fyr­ir að lög­bann hafði þegar verið sett á um­deilt ferðabann Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta, að því er kom fram í frétt Wales On­line en Rúv greindi frá.

Nem­end­urn­ir og sam­starfs­menn manns­ins héldu áfram ferð sinni til New York en þeir voru „í áfalli“ vegna máls­ins.

Bæj­ar­ráðið í Port Tal­bot-sýslu hef­ur skrifað sendi­ráði Banda­ríkj­anna í London bréf þar sem það lýs­ir yfir óánægju sinni með það sem gerðist.

Maður­inn er sagður bæði vin­sæll og virt­ur kenn­ari við skól­ann sinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka