„Ófremdarástand“ við Gullfoss

Ferðamenn á gangi við Gullfoss.
Ferðamenn á gangi við Gullfoss. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Umhverfisstofnun hefur brugðist við „ófremdarástandi“ sem skapaðist á gönguleið við Gullfoss í síðustu viku.

Vegna mikillar vætutíðar og umferðar ferðamanna breyttist hluti göngustíga við fossinn í drullusvað, að því er segir á vefsíðu Umhverfisstofnunar.

Þar kemur fram að sex vörubílshlössum af harpaðri möl hafi verið ekið í stígana til að verja umhverfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert