VG áfram með mest fylgi

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinstri hreyfingin  grænt framboð mælist með mest fylgi stjórnmálaflokka, eða 27%, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR.

Sjálfstæðisflokkurinn kemur næstur með 24,4% fylgi. Þetta er önnur könnun fyrirtækisins í röð sem sýnir VG með mest fylgi en fylgi flokksins mælist það sama og í byrjun mánaðarins. Sjálfstæðisflokkurinn bætir lítillega við sig en í byrjun mánaðarins mældist flokkurinn með 23,8% fylgi.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá MMR að fylgi á milli VG og Sjálfstæðisflokksins sé þó innan vikmarka og fyrir vikið sé ekki hægt að fullyrða hvor nýtur meira fylgis.

Píratar missa talsvert fylgi á milli kannana og mælast nú með 11,9% miðað við 13,6% í byrjun mánaðarins. Framsóknarflokkurinn er með 10,7% og bætir við sig prósentustigi. Samfylkingin mælist nú með 10% fylgi miðað við 7,8% í síðustu könnun.

Viðreisn mælist með 6,2% fylgi en var með 5,6% í byrjun mánaðar. Fylgi Bjartrar framtíðar er 5,4 sem er nokkurn veginn það sama og síðast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert