Alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut

mbl.is

Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbrautinni um korter fyrir sjö í morgun. Slysið átti sér stað rétt sunnan við álverið í Straumsvík á þeim hluta vegarins þar sem ein akrein liggur í hvora átt. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er talið að tvær bifreiðar hafi skollið saman.

Talið er að þrír séu alvarlega slasaðir eftir áreksturinn og beita þarf klippum til að ná fólkinu út úr bílunum.

Slökkvilið og lögregla eru nú á á vettvangi. Búast má við umferðartöfum á Reykjanesbraut vegna þessa og eru ökumenn beðnir um að sýna þolinmæði.

Fréttin verður uppfærð.

Uppfært 7:53. Búið er að flytja tvo hinna slösuðu á Landspítalann, en slökkvilið og lögregla eru enn að störfum á slysstað.

Uppfært 8:33. Búið er að flytja alla þrjá sem í bílunum voru á Landspítalann til aðhlynningar. Enn er unnið að rannsókn á vettvangi.

Mikli umferðareppa hefur myndast í kjölfar slyssins, en lögregla er nú að fara að hleypa umferð í gegn, nokkrum bílum í senn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert