Fjölmiðlaveitur texti allt myndefni

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG.
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sex þingmenn hafa lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um fjölmiðla þess efnis að myndefni sem fjölmiðlaveitur miðli skuli ávallt fylgja texti á íslensku sem endurspegli texta hljóðrásar myndefnisins eins nákvæmlega og kostur er eins og þar segir.

„Textun sjónvarpsefnis á móðurmáli þeirra sem útsendingin er fyrst og fremst ætluð gegnir því meginhlutverki að gera heyrnarlausum og heyrnarskertum einstaklingum á viðkomandi málsvæði kleift að njóta þess efnis sem sent er út. Einnig kemur textun sjónvarpsefnis á íslensku að góðum notum fyrir erlent fólk sem ekki hefur full tök á íslensku talmáli en kýs að fylgjast með íslenskum fjölmiðlum. Fjölmiðlar gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki og því er áríðandi að sem flestir geti notið þess efnis sem þeir flytja,“ segir í greinargerð með frumvarpinu.

Fyrsti flutningsmaður er Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, en meðflutningsmenn koma auk VG frá Pírötum og Framsóknarflokknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert