Mál Breta og Bandaríkjamanna

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mál velsks kenn­ara sem í síðustu viku var meinað að ferðast áfram til Banda­ríkj­anna eft­ir að hafa stigið um borð í farþega­flug­vél Icelanda­ir á Kefla­vík­ur­flug­velli var rætt á Alþingi í dag und­ir dag­skrárliðnum óund­ir­bún­ar fyr­ir­spurn­ir.

Máls­hefj­andi var Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þingmaður Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, sem beindi fyr­ir­spurn um málið til Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­málaráðherra. Sig­ríður sagðist hafa heyrt frétt­ir af mál­inu. Hins veg­ar hefði málið ekki komið inn á borð ráðuneyt­is­ins.

Frétt mbl.is: Hef­ur eng­ar skýr­ing­ar fengið

Henni væri ekki kunn­ugt um hvers vegna kenn­ar­an­um hefði verið meinað að ferðast til Banda­ríkj­anna. Hins veg­ar heyrði málið ekki und­ir ís­lensk stjórn­völd. Um væri að ræða mál á milli breskra og banda­rískra ráðamanna.

Rósa spurði hvers vegna farið hefði verið í þess­ar aðgerðir á Kefla­vík­ur­flug­velli. Sig­ríður sagði ráðuneyti sitt ekki hafa nein­ar upp­lýs­ing­ar um það. Ítrekaði hún að málið væri á milli banda­rískra og breskra stjórn­valda. Málið sner­ist um ákvörðun banda­rískra stjórn­valda um bresk­an rík­is­borg­ara.

Eðli­legt væri að stjórn­völd hér fylgd­ust með mál­inu og öðrum slík­um ef þau kæmi upp. Ekki myndi standa á henni að upp­lýsa um slík mál ef þau ættu sér stað á ís­lenskri grundu og kæmu inn á borð ráðuneyt­is henn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert