Tveir þriðju andvígir inngöngu

AFP

Meiri­hluti lands­manna er and­víg­ur inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar MMR eða 54%. Rúm­ur fjórðung­ur, eða 25,9% er hins veg­ar hlynnt­ur því að landið gangi í sam­bandið. Aðrir eru hvorki hlynnt­ir né and­víg­ir inn­göngu.

Sé aðeins horft til þeirra sem taka af­stöðu með eða á móti eru 67,5% and­víg inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið en 32,5 henni hlynnt.

Af þeim sem eru and­víg­ir inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið eru 37,9% mjög and­víg og 16,1% frek­ar and­víg. Mjög hlynnt­ir eru hins veg­ar 12,7% og frek­ar hlynnt­ir 13,2%.

Könn­un­in var gerð dag­ana 10. til 15. fe­brú­ar og alls tóku 808 þátt­tak­end­ur af­stöðu til spurn­ing­ar­inn­ar af 904 eða 89,4%.

Meiri­hluti lands­manna hef­ur verið and­víg­ur inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið í öll­um könn­un­um sem birt­ar hafa verið frá því í ág­úst 2009 eða und­an­far­in sjö og hálft ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert