Tveir þriðju andvígir inngöngu

AFP

Meirihluti landsmanna er andvígur inngöngu Íslands í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR eða 54%. Rúmur fjórðungur, eða 25,9% er hins vegar hlynntur því að landið gangi í sambandið. Aðrir eru hvorki hlynntir né andvígir inngöngu.

Sé aðeins horft til þeirra sem taka afstöðu með eða á móti eru 67,5% andvíg inngöngu í Evrópusambandið en 32,5 henni hlynnt.

Af þeim sem eru andvígir inngöngu í Evrópusambandið eru 37,9% mjög andvíg og 16,1% frekar andvíg. Mjög hlynntir eru hins vegar 12,7% og frekar hlynntir 13,2%.

Könnunin var gerð dagana 10. til 15. febrúar og alls tóku 808 þátttakendur afstöðu til spurningarinnar af 904 eða 89,4%.

Meirihluti landsmanna hefur verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið í öllum könnunum sem birtar hafa verið frá því í ágúst 2009 eða undanfarin sjö og hálft ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert