Gætu þurft að flytja úr bænum

Fjölgun ferðafólks hefur áhrif á húsnæðismarkaðinn í Grundarfirði.
Fjölgun ferðafólks hefur áhrif á húsnæðismarkaðinn í Grundarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sex fjöl­skyld­ur í Grund­arf­irði gætu lent í vand­ræðum þegar þær missa íbúðir sín­ar í fjöl­býl­is­húsi í bæn­um. Mik­il hús­næðisekla er í Grund­arf­irði, meðal ann­ars vegna þess að mörg íbúðar­hús eru leigð til ferðamanna. Ein­hverj­ir íbú­anna í blokk­inni sjá ekki ann­an kost en að flytja úr bæn­um.

Átta íbúðir eru í blokk­inni Sæ­bóli 33 til 35. Þær voru byggðar af bæn­um sem fé­lags­leg­ar íbúðir. Óli Jón Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Loftorku, keypti þær fyr­ir um ára­tug og hef­ur leigt út. Hann seldi fyr­ir nokkru tvær íbúðanna og sagði upp leigu hinna sex um sl. ára­mót með sex mánaða upp­sagn­ar­fresti. „Ég ætla að selja þetta en fyrst þarf ég að tæma íbúðirn­ar og laga þær. Þær verða sett­ar á al­menn­an markað,“ seg­ir Óli Jón í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Íbúar í vand­ræðum

Leigj­end­ur sem rætt er við segj­ast vera í stand­andi vand­ræðum vegna hús­næðiseklu í Grund­arf­irði. Jó­hanna Krist­ín Kristjáns­dótt­ir seg­ist hafa leitað fyr­ir sér með annað hús­næði, til kaups eða leigu, og fengið þau svör að ekk­ert væri til. Það sem kynni að vera til sölu væri svo dýrt að þau hjón­in réðu ekki við það. Hún seg­ir að einn leigj­and­inn í blokk­inni hafi fengið hús­næði í Stykk­is­hólmi.

Jó­hanna Krist­ín er að verða sjö­tug og hef­ur búið í Grund­arf­irði frá þriggja ára aldri. „Á þess­um aldri vill maður ekki láta senda sig út á land. Maður­inn minn er enn verri en ég, hann vill hvergi ann­ars staðar búa, enda er þetta ágæt­is staður,“ seg­ir hún.

Jó­hanna hef­ur heyrt að aðilar í Grund­arf­irði hafi í upp­hafi ætlað að kaupa íbúðirn­ar og leigja til er­lendra ferðamanna. Hún seg­ist þó ekki vita af­drif þess. Seg­ir hún að mörg hús hafi verið tek­in und­ir airbnb og það sé helsta ástæðan fyr­ir hús­næðis­skorti í Grund­arf­irði.

Málið hef­ur verið rætt við bæj­ar­stjór­ann sem hef­ur tekið málið upp í bæj­ar­stjórn. Þor­steinn Steins­son bæj­ar­stjóri seg­ir bæ­inn lítið geta gert.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert