Vogabyggð komin á dagskrá

Höfundar verðlaunatillögunnar leggja mikla áherslu á skjólsælt og gróskumikið almannarými.
Höfundar verðlaunatillögunnar leggja mikla áherslu á skjólsælt og gróskumikið almannarými. Tölvumynd/Tröð&Felixx

Þétting byggðar við Elliðaárvog og Grafarvog er smám saman að taka á sig mynd. Í gær var í Morgunblaðinu sagt frá fyrstu skipulagslýsingu fyrir nýtt Bryggjuhverfi, sem verður 1. áfangi uppbyggingar í Elliðaárvogi/Ártúnshöfða, þar sem gert er ráð fyrir þúsundum nýrra íbúða og 100 þúsund fermetra atvinnuhúsnæði.

Hér verður sjónum beint að Vogabyggð, nýju hverfi í nágrenni Ártúnshöfða, handan við Elliðaárnar, þar sem geta risið allt að 1.500 íbúðir. Því hverfi er skipt í svæði 1-4 og á fundi borgarráðs Reykjavíkur 9. febrúar sl. var samþykkt deiliskipulag fyrir svæði 2, sem verður fyrsti áfangi hins nýja hverfis. Svæðið nær frá Tranavogi að Kleppsmýrarvegi.

Deiliskipulagið, almenn greinargerð og skilmálar fyrir innviði, er dagsett 2. febrúar sl. Það er unnið af Teiknistofunni Tröð og hollensku arkitektastofunni jvantspijker+

Felixx, en þessar stofur urðu hlutskarpar í hugmyndasamkeppni sem haldin var árið 2014.

Fyrsti áfangi byggðarinnar verður í nágrenni Elliðaánna.
Fyrsti áfangi byggðarinnar verður í nágrenni Elliðaánna.

Ljúki innan 10 ára

Greinargerðin gildir aðeins fyrir svæði 2, íbúðabyggð og miðsvæði.

Vogabyggð verður skipt upp í fleiri deiliskipulagssvæði. Svæði 2 verður fyrsti áfanginn í uppbyggingu Vogabyggðar. Önnur deiliskipulagssvæði koma í kjölfarið og geta framkvæmdir staðið yfir á öllum svæðum samtímis. Miðað er við að framkvæmdum í Vogabyggð, svæði 2, ljúki innan tíu ára frá gildistöku deiliskipulags.

Vogabyggð kallast það svæði sem afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi, Elliðaárósum og frárein Miklubrautar að Sæbraut.

Búist er við því að hverfið verði eftirsótt, ekki síst …
Búist er við því að hverfið verði eftirsótt, ekki síst vegna nálægðar við náttúruna.

Skipulagsvæði Vogabyggðar er eitt af þeim svæðum sem er skilgreind sem þróunarsvæði með breyttri landnotkun. Iðnaðar og athafnasvæði verður miðsvæði og íbúðabyggð.

„Þannig verður hverfið eftirsóttur valkostur fyrir fólk sem kýs að búa og starfa í umhverfi sem einkennist af hvoru tveggja í senn, borgarbrag og nálægð við náttúruna,“ segir m.a. í kynningu.

Skipulagssvæðið er innst við vestanverðan Elliðaárvog, ofan við brattan fjörukamb sem kallast Háubakkar. Töluverður landhalli er innan skipulagssvæðisins.

Vogabyggð 1-4 nær yfir 18,6 hektara landsvæði. Núverandi byggingar á þessu svæði eru 72 þúsund fermetrar samtals. Þetta er atvinnuhúsnæði, mismunandi að gæðum. Áætluð heildauppbygging í Vogabyggð er að hámarki 239 þúsund fermetrar og eru núverandi byggingar inni í þeirri tölu. Við bætast 71 þúsund fermetrar fyrir bíla og hjólageymslur.

Heildarfjöldi íbúða í Vogabyggð má vera 1.500. Í áætlunum er miðað við 2,5 íbúa í hverri íbúð og íbúar verði 2.200 til 3.900, þar af 1.400 til 2.300 á svæði 2.

Áætlað er að grunnskólabörn í hverfinu verði 300-670 og fjöldi leiksskólabarna 75-110. Á Fleyvangi, sem er sunnarlega í hverfinu, er gert ráð fyrir grunn- og leiksskóla fyrir börnin í hverfinu.

Á fyrsta skipulagssvæðinu eru atvinnuhús sem verða að víkja fyrir …
Á fyrsta skipulagssvæðinu eru atvinnuhús sem verða að víkja fyrir nýrri byggð. Nú þegar hafa nokkur atvinnuhús á svæðinu verið rifin.

Í deiliskipulagstillögunni segir að ásýnd og yfirbragð Vogabyggðar skuli einkennast af ljósum byggingum sem endurspegli í senn fjölbreytileika og heildarsvip hverfisins. Sérstök áhersla er lögð á samræmda heildarhönnun almenningsrýma og gatna. „Heildaryfirbragð samþættir allar hönnunarforsendur fyrir götur og almenningsrými, þ.e. blágrænar ofanvatnslausnir, gróður, listaverk götugögn, bíla- og hjólastæði,“ segir þar. Þá verður gerð krafa um ákveðið hlutfall gróðurþekju.

Reykjavíkurborg sendi Skipulagsstofnun deiliskipulag Vogabyggðar 2 hinn 2. desember 2016. Skipulagsstofnun gerði nokkrar athugsemdir og endursendi borginni erindið 28. desember og taldi að gera þyrfti betri grein fyrir nokkrum atriðum. „Það er mat Skipulagsstofnunar að um afar vandað og metnaðarfullt deiliskipulag sé að ræða,“ sagði m.a. í bréfi stofnunarinnar.

Í bréfi Minjastofnunar er lagt til að eitt hús á svæðinu njóti verndar, Dugguvour 2. Húsið er byggt árið 1972 sem iðnaðar- og skrifstofuhús fyrir flutningafyrirtækið Gunnar Guðmundsson hf. Á vesturhlið hússins séu lágmyndir eftir Gerði Helgadóttur sem unnar voru að beiðni húseigandans. „Myndir Gerðar sækja innblástur í bílhluta og fleira tengt upphaflegri starfsemi í húsinu og nærliggjandi umhverfi,“ segir Minjastofnun m.a.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert