Afklæddist og hótaði

Konan sló dyravörðinn með krepptum hnefa í andlitið.
Konan sló dyravörðinn með krepptum hnefa í andlitið. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Til­kynnt var um par sem var til vand­ræða á veit­ingastað í Banka­stræti um klukk­an 23 í gær­kvöldi. Kon­unni hafði verið vísað út af veit­ingastaðnum þegar hún fór að af­klæðast þar inni og hafði parið einnig ráðist á dyra­vörð staðar­ins.

Að sögn lög­reglu sló kon­an dyra­vörðinn þegar starfs­menn staðar­ins voru að fylgja henni út og mun maður­inn hafa sparkað í dyra­vörðinn.   

Þegar lög­regla kom á staðinn sló kon­an lög­reglu­mann með kreppt­um hnefa í and­litið. Eins fóru þau ekki að fyr­ir­mæl­um lög­reglu á vett­vangi höfðu í hót­un­um við lög­reglu­menn. Hótuðu þau meðal ann­ars að skaða lög­reglu­menn­ina síðar og fjöl­skyld­ur þeirra. Parið er vistað í fanga­geymslu lög­reglu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert