Var farþegi í bíl sem ekið var á Guðmund

Er Sigurður Stefán Almarsson var í fangelsi árið 1978 benti …
Er Sigurður Stefán Almarsson var í fangelsi árið 1978 benti hann á að lík Guðmundar og Geirfinns væri að finna í garði við Grettisgötu. Sagðist hann hafa fengið þessar upplýsingar frá Kristjáni Viðari Viðarssyni, einum sakborninganna. mbl.is/Rax

Ný gögn sem lúta beint að hvarfi Guðmund­ar Ein­ars­son­ar eru meðal þeirra gagna sem end­urupp­töku­nefnd studd­ist við í ákvörðun sinni um að fall­ast á end­urupp­töku­beiðnir fimm manna sem sak­felld­ir voru í tengsl­um við Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­in á átt­unda ára­tugn­um. Gögn­in veita vís­bend­ingu um á hvern hátt bönd­in bár­ust að þeim um að tengj­ast hvarfi hans og frá­sögn vitn­is sem seg­ist hafa verið í bíl sem ekið var á Guðmund.

Fleiri ný gögn eru nefnd til sög­unn­ar í úr­sk­urðum end­urupp­töku­nefnd­ar sem, urðu til þess að hún féllst á end­urupp­töku, m.a. dag­bæk­ur tveggja sak­born­inga, dag­bæk­ur úr Síðumúlafang­elsi og skýrsla starfs­hóps inn­an­rík­is­ráðherra þar sem m.a. var lagt mat á áreiðan­leika framb­urða (játn­inga) sak­born­ing­anna sex.

Struku sam­an af Litla-Hrauni

Í gögn­um sem lágu til grund­vall­ar dóms­mál­inu á sín­um tíma kem­ur fram að nafn­greind­ur maður, Sig­urður Stefán Alm­ars­son, hafi komið ábend­ingu á fram­færi við lög­regl­una um að Erla Bolla­dótt­ir og Sæv­ar Ciesi­elski ættu hlut að svo­nefnd­um póstsvik­um sem þá voru til rann­sókn­ar. Sig­urður Stefán strauk ásamt Kristjáni Viðari Viðars­syni af Litla-Hrauni í 11. nóv­em­ber 1975 og sagði Kristján hafa sagt sér frá aðild Ernu og Sæv­ars að svik­un­um.

Í kjöl­far stroks­ins og frá­sagn­ar af aðild Erlu og Sæv­ars að svika­mál­inu var afplán­un hans af eins árs refsi­dómi frestað að fyr­ir­mæl­um full­trúa yf­ir­saka­dóm­ara 11. des­em­ber 1975. Sæv­ar var hand­tek­inn og hneppt­ur í gæslu­v­arðhald dag­inn eft­ir og Erla degi síðar.

Erla Bolladóttir var vistuð í Síðumúlafangelsinu á sama tíma og …
Erla Bolla­dótt­ir var vistuð í Síðumúlafang­els­inu á sama tíma og Sig­urður Stefán Alm­ars­son. ekki vitað hvenær mynd­in er tek­in mbl.is

Erla var yf­ir­heyrð 18. des­em­ber og játaði þá í fyrsta sinn aðild að póstsvika­mál­inu. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um úr dag­bók Síðumúlafang­els­is­ins stóð yf­ir­heyrsl­an frá kl. 13 og fram á kvöld. Þar kem­ur enn­frem­ur fram að full­trúi yf­ir­saka­dóm­ara hafi tekið við yf­ir­heyrsl­unni um kl. 22 í stutta stund. Eng­in skýrsla ligg­ur fyr­ir um þessa yf­ir­heyrslu.

Þenn­an sama dag kem­ur fram í dag­bók­um fang­els­is­ins hafi áður­nefnd­ur maður verið flutt­ur í fang­elsið vegna aðild­ar að inn­broti. Um morg­un­inn hafi full­trúi yf­ir­saka­dóm­ara hringt vegna manns­ins. Hálf­tíma síðar kom full­trú­inn ásamt lög­reglu­manni til að tala við Erlu.

Leyst­ur úr haldi án skýr­inga

Eft­ir há­degi var Sig­urður Stefán sótt­ur af rann­sókn­ar­lög­reglu­mönn­um og þess getið að hann kæmi senni­lega ekki aft­ur. Í skýrslu um yf­ir­heyrslu á hon­um vegna inn­brots­ins, þar sem hann játaði það, er þess getið neðan­máls að hann hafi að boði full­trúa yf­ir­saka­dóm­ara verið flutt­ur út á Reykja­vík­ur­flug­völl. Tekið var fram að full­trú­inn hefði ekki gefið rann­sókn­ar­lög­reglu­mann­in­um neina skýr­ingu á þeirri ákvörðun.

Í skýrslu um gang rann­sókn­ar á inn­brot­inu kem­ur fram að Sig­urður Stefán hafi átt að fara í afplán­um á eft­ir­stöðvum refs­ing­ar en þess í stað verið lát­inn laus að boði full­trúa yf­ir­saka­dóm­ara. Hann var svo dæmd­ur í eins mánaða fang­elsi fyr­ir inn­brotið tæpu ári síðar.

Laug­ar­dag­inn 20. des­em­ber var Erla tek­in í skýrslu­töku og þá með rétt­ar­stöðu vitn­is. Til­efnið var að rann­sókn­ar­lög­regl­unni hafði borist til eyrna að sam­býl­ismaður henn­ar, Sæv­ar, gæti hugs­an­lega verið viðriðinn hvarf Guðmund­ar Ein­ars­son­ar aðfaranótt 27. janú­ar 1974.

Um er að ræða fyrstu form­legu lög­reglu­skýrsl­una sem gerð var vegna gruns um aðild ein­hvers að hvarfi Guðmund­ar Ein­ars­son­ar sem hratt rann­sókn máls­ins úr vör.

Vitni gef­ur sig fram

Aðstoðarlög­reglu­stjóri lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu sendi rík­is­sak­sókn­ara orðsend­ingu 9. októ­ber 2014 og kom á fram­færi upp­lýs­ing­um frá vitni sem hafði gefið sig fram við lög­regl­una.

Í framb­urði vitn­is­ins kom fram að hún hefði verið sam­býl­is­kona manns­ins sem kom ábend­ingu á fram­færi um fjár­svik Erlu og Sæv­ars í póstsvika­mál­inu, þ.e. Sig­urðar Stef­áns. Hún hefði af þeim ástæðum verið farþegi í bíl und­ir hans stjórn ásamt þriðja manni þegar ekið hafi verið á Guðmund Ein­ars­son í Engi­dal á Hafn­ar­fjarðar­vegi aðfaranótt 27. janú­ar 1974. Guðmund­ur hafi verið tek­inn upp í bif­reiðina en svo dregið af hon­um og hann verið orðinn þög­ull þegar vitnið fór úr bif­reiðinni á dval­arstað þess í Voga­hverfi Reykja­vík­ur­borg­ar.

Leitað var á ýmsum stöðum við rannsókn á Guðmundar- og …
Leitað var á ýms­um stöðum við rann­sókn á Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­un­um, m.a. í Rauðhól­um þar sem lík­in voru sögð graf­in. Ekk­ert kom út úr þeim leit­um. mbl.is

Að til­hlut­an setts rík­is­sak­sókn­ara var þessi ábend­ing tek­in til rann­sókn­ar hjá lög­reglu­stjór­an­um á höfuðborg­ar­svæðinu og naut kon­an nafn­leynd­ar við þá rann­sókn.

Í sam­skipt­um henn­ar við lög­reglu rakti hún þessa at­b­urðarás en sagðist jafn­framt hafa verið viðstödd þegar fyrr­ver­andi sam­býl­ismaður sinn hafi samið við lög­regl­una og full­trúa yf­ir­saka­dóm­ara um að veita upp­lýs­ing­ar um að Kristján Viðar og Sæv­ar tengd­ust hvarfi Guðmund­ar gegn því að vera leyst­ur úr afplán­un.

Neitaði ein­dregið allri aðild

Við yf­ir­heyrsl­ur hjá lög­reglu neitaði Sig­urður Stefán ein­dregið allri aðild að hvarfi Guðmund­ar auk þess sem ann­ar maður, sem vitnið hafði getið um að hafi verið í bif­reiðinni, neitaði einnig allri vitn­eskju um máls­at­vik. Aðspurður um sam­skipti við rann­sókn­ar­lög­reglu­menn­ina og hugs­an­lega samn­inga við þá á sín­um tíma sagðist hann sí­fellt hafa verið að ljúga í þá sög­um.

Lög­regl­an tók einnig til yf­ir­heyrslu ann­an rann­sókn­ar­lög­reglu­mann­anna sem annaðist rann­sókn á póstsvika­mál­inu og Guðmund­ar­mál­inu í önd­verðu og fyrr­ver­andi full­trúa yf­ir­saka­dóm­ara.

Þeir voru spurðir hvaða ein­stak­ling­ur hafi komið þeim upp­lýs­ing­um til lög­reglu að Sæv­ar hafi verið viðriðinn hvarf Guðmund­ar Ein­ars­son­ar. Þeir sögðust ekki muna eft­ir því og hvor­ug­ur kannaðist við að þessi maður hafi komið ábend­ingu á fram­færi við þá eða muna til þess að samið hafi verið við hann um til­hliðran­ir varðandi afplán­un hans.

Rann­sókn lög­regl­unn­ar lauk 18. ág­úst 2016 og var rann­sókn­ar­gögn­um komið á fram­færi við end­urupp­töku­nefnd en málið fellt niður í kjöl­far þess hjá lög­reglu.

Sæv­ar benti á Sig­urð

Í gegn­um ára­tug­ina hef­ur nafn Sig­urðar Stef­áns Alm­ars­son­ar ít­rekað borið á góma í tengsl­um við Guðmund­ar­málið. Í tengsl­um við rann­sókn á ætluðu harðræði árið 1979 ritaði Sæv­ar bréf til setts rann­sókn­ar­lög­reglu­stjóra og greindi frá því að hon­um hafi borist til eyrna að maður þessi hafi verið í yf­ir­heyrsl­um í lok nóv­em­ber 1975 vegna hvarfs Guðmund­ar Ein­ars­son­ar.

Sævar Ciesielski og Erla Bolladóttir á þeim tíma sem þau …
Sæv­ar Ciesi­elski og Erla Bolla­dótt­ir á þeim tíma sem þau voru hand­tek­in.

Sagði Sæv­ar að maður­inn hefði játað fyr­ir lög­reglu en skil­greindi ekki hvað fólst í þeirri játn­ingu en gat þess jafn­framt að maður­inn hafi tjáð lög­reglu að hann hafi verið með Guðmundi að kvöldi 26. janú­ar 1974 í Alþýðuhús­inu. Sömu rann­sókn­ar­lög­reglu­menn og önnuðust rann­sókn Guðmund­ar­máls­ins í önd­verðu hafi verið með mann­inn í yf­ir­heyrsl­um.

Sæv­ar ritaði um þá vitn­eskju sína að maður­inn hafi upp­lýst lög­reglu um aðild hans og Erlu að póstsvika­mál­inu og af ein­hverj­um ástæðum getað keypt sig út og logið að Sæv­ar væri viðriðinn hvarf Guðmund­ar.

Sagði ranga aðila hafa verið dæmda

Í viðtöl­um sem fram fóru á veg­um starfs­hóps inn­an­rík­is­ráðherra komu keim­lík­ar upp­lýs­ing­ar fram af hálfu frétta­manns sem starfaði á Rík­is­út­varp­inu og hálfu þátta­gerðarmanna sem stóðu að gerð mynd­ar­inn­ar „Aðför að lög­um“ sem sýnd var árið 1996.

Fréttamaður­inn sagðist hafa hitt mann­inn til viðtals en hann verið ölvaður og því ekki viðtals­tæk­ur, en við það tæki­færi hafi hann staðhæft ít­rekað að rang­ir aðilar hafi verið dæmd­ir vegna hvarfs Guðmund­ar.

Við gerð heim­ild­ar­mynd­ar­inn­ar mun síðan einn þátta­gerðarmanna hafa freistað þess að spyrja fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu manns­ins út í þessi máls­at­vik en mun hafa orðið frá að hverfa þar sem hún hafði hringt í mann­inn og hann hafi komið og stuggað kvik­mynda­gerðar­mann­in­um burtu.

Þá er haft eft­ir Tryggva Rún­ari í heim­ilda­sög­unni „Áminnt­ur um sann­sögli“ sem kom út árið 1991 að maður­inn hafi síðar beðið hann vel­v­irðing­ar á að hafa flækt hann í Guðmund­ar­málið er þeir hitt­ust í sam­kvæmi, en hann hafi ekki ætlað að gera það, ein­ung­is Kristján Viðar.

Í úr­sk­urði end­urupp­töku­nefnd­ar er tekið fram að kon­an sem kom ábend­ing­unni á fram­færi kynnt­ist Kristjáni Viðari er hann strauk úr fang­elsi ásamt þáver­andi sam­býl­is­manni henn­ar, þeim sama og hún seg­ir hafa bent á tengsl Sæv­ars og Kristjáns við hvarf Guðmund­ar.

Hún og Kristján óskuðu heim­ild­ar til að ganga í hjú­skap í mars árið 1978.

Upp­haf þess að grun­ur beind­ist að Sæv­ari og fleir­um um aðild að hvarfi Guðmund­ar hef­ur aldrei verið upp­lýst op­in­ber­lega. Í mál­inu lá það eitt fyr­ir að rann­sókn­in hafi haf­ist af því til­efni að lög­regl­unni hafi borist upp­lýs­ing­ar til eyrna um aðild Sæv­ars að hvarfi Guðmund­ar. Þegar málið kom til kasta saka­dóms vöknuðu spurn­ing­ar af hálfu dóms­ins um þetta upp­haf. En um upp­runa fram­an­greindra upp­lýs­inga var ekk­ert frek­ar upp­lýst.

Í úr­sk­urði end­urupp­töku­nefnd­ar seg­ir að líf­seig­ur orðróm­ur hafi verið um hugs­an­lega aðild þessa manns að upp­hafi Guðmund­ar­máls­ins á einn veg eða ann­an.

Tals­verður lík­ur

Sig­urður Stefán greindi lög­reglu frá því sum­arið 2016 að hafa á um­rædd­um árum iðulega gefið lög­reglu upp­lýs­ing­ar. Rann­sókn­araðilar, sem komu að rann­sókn Guðmund­ar­máls­ins, hafa kann­ast við að hafa fengið upp­lýs­ing­ar frá mann­in­um en minn­ast þess ekki að hann hafi átt hlut að máli í þessu til­viki. „Vart verður staðreynt hvort slík­um tengsl­um sé til að dreifa eða eðli þeirra úr því sem komið er,“ seg­ir í úr­sk­urðinum.

Hins veg­ar seg­ir að fyr­ir liggi að um­rædd­ur maður veitti lög­reglu upp­lýs­ing­ar sem leiddu til þess að Erla og Sæv­ar játuðu sak­ir í póstsvika­mál­inu. „Þegar horft er til þess og að sami maður var hand­tek­inn í kjöl­far inn­brots í bát og færður í Síðumúlafang­elsi, sama dag og dóm­fellda Erla virðist fyrst hafa verið yf­ir­heyrð um hvarfi Guðmund­ar Ein­ars­son­ar, þykja tals­verðar lík­ur leidd­ar að því að rann­sókn á hvarfi Guðmund­ar hafi verið beint að dóm­felldu á grund­velli upp­lýs­inga frá nefnd­um manni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert