Fyrsta Nýsköpunarmót Álklasans

Frumsýnd var grind og undirvagn fyrsta fjöldaframleidda íslenska álbílsins á …
Frumsýnd var grind og undirvagn fyrsta fjöldaframleidda íslenska álbílsins á nýsköpunarmóti Álklasans í Háskóla Íslands í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það var gaman að sjá hversu margir mættu á fyrsta Nýsköpunarmót Álklasans, en lagt er upp með að það verði árlegur viðburður,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls og stjórnarmaður í Álklasanum.

„Með viðburðum á borð við þennan er lagður grundvöllur að rannsóknum, nýsköpun og tækniþróun í Álklasanum. Mörg spennandi verkefni voru kynnt, bæði verkefni sem eru á frumstigi og eins verkefni sem þegar hafa skilað árangri.“

Að Nýsköpunarmótinu standa ásamt Álklasanum, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Samál og Samtök iðnaðarins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert