„Við þurfum ekki að ræða þetta fram og til baka. Þingmenn þurfa ekki að berjast fyrir því að málið komist ekki í venjulega þinglega meðferð og fái ekki atkvæðagreiðslu í þinginu. Greiðum atkvæði um það og sjáum hvernig það fer,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins.
Vísaði Áslaug þar til svonefnds áfengisfrumvarps. Sakaði hún stjórnarandstöðuþingmenn um tvískinnung. Fullyrt væri á aðra höndina að frumvarpið yrði ekki samþykkt á Alþingi en reynt á hina höndina að tefja afgreiðslu þess á þingi. Komið hefði verið ítrekað í veg fyrir að afgreiðslu slíkra frumvarpa á Alþingi. Það hafi aldrei komist í atkvæðagreiðslu.
„Af hverju ekki? Af hverju klárum við ekki málið? Sleppum því að orðlengja þetta ef þingmenn ætla að fella málið. Þá geta þeir fellt það með bros á vör og við getum gengið frá því og klárað venjulega þinglega meðferð málsins.“