Vilja ekki vín í verslanir

mbl.is/Heiddi

Meiri­hluti lands­manna er and­víg­ur því að áfengi verði selt í mat­vöru­versl­un­um sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar MMR. Mun meiri andstaða er við að sterk vín verði seld í mat­vöru­versl­un­um en bjór og létt­vín.

Þannig eru 74,3% and­víg því að sterk vín verði seld í mat­vöru­versl­un­um en 15,4% því hlynnt. Hins veg­ar eru 56,9% and­víg að það sama eigi við um bjór og létt­vín en 32,7% hlynnt.

Kon­ur eru lík­legri til þess að vera and­víg því að áfengi verði selt í mat­vöru­versl­un­um en karl­ar og andstaðan hækk­ar eft­ir því sem fólk er eldra.

Meiri­hluti stuðnings­manna allra flokka er and­víg­ur sölu sterks víns í mat­vöru­versl­un­um en fleiri kjós­enda Pírata, Bjartr­ar framtíðar og Viðreisn­ar vilja hins veg­ar að heim­ilt verði að selja bjór og létt­vín í slík­um versl­un­um en þeir sem leggj­ast gegn því.

Þannig vilja 58% kjós­enda Viðreisn­ar leyfa sölu björs og létt­víns í mat­vöru­versl­un­um en 33% vilja það ekki. 49% kjós­enda Bjartr­ar framtíðar vilja það sama en 42% ekki. Þá vilja 48% kjós­enda Pírata leyfa slíka sölu en 35% eru því and­víg.

Könn­un­in var gerð dag­ana 10.-15. fe­brú­ar 2017

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert