Bílvelta við Bláa lónið

Bíll valt á Grindavíkurvegi, skammt frá afleggjaranum við Bláa lónið, um klukkan hálfníu í kvöld. Fimm voru í bílnum, allt Íslendingar, og voru tveir þeirra fluttir með sjúkrabíl til rannsóknar á bráðamóttöku. Ekki þurfti að loka veginum vegna slyssins.

Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum má rekja óhappið til mikillar hálku á veginum og brýnir lögregla fyrir ökumönnum að aka varlega og í takt við aðstæður á vegum. Mikil hálka er jafnframt innanbæjar í Reykjanesbæ að sögn lögreglu. Snjór hefur þjappast og er því fljúgandi hálka á götum bæjarins sem og úti á þjóðvegum.

Mikilvægt er að vara sig á hálkunni og aka eftir …
Mikilvægt er að vara sig á hálkunni og aka eftir aðstæðum. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert