Umfangsmesta mál í sögu nefndarinnar

Björn L. Bergsson.
Björn L. Bergsson.

„Nú er þetta úr okkar höndum, okkar verkefni lokið, þannig að nú er þetta í höndum ákæruvaldsins og endurupptökubeiðanda að beina því til ákæruvaldsins að halda málinu áfram,“ segir Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar, um úrskurðina sem nefndin birti í gær í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið.

Björn kveðst ekki geta tjáð sig í smáatriðum um störf nefndarinnar við vinnslu úrskurðanna, nefndin hafi lokið sínum störfum og skilað skriflegum úrskurði en það falli í hendur annarra að lesa úrskurðina og leggja á þá mat. Fyrsta beiðnin um endurupptöku kom inn á borð nefndarinnar árið 2014 en að sögn Björns hófst vinnsla málsins ekki að fullu fyrr en sumarið 2015.

„Ég get alveg staðfest það að þetta er umfangsmesta endurupptökumálið sem hefur verið á milli handa endurupptökunefndar,“ segir Björn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert