„Í dauðafæri“ til að endurskoða kerfið

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Bene­dikt Jó­hann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, seg­ir mik­il­vægt að skapa traust banka­kerfi á Íslandi þar sem al­menn­ing­ur beri ekki ábyrgð á áhættu­samri fjár­fest­ingu fjár­fest­inga­fyr­ir­tækja. Odd­ný G. Harðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir drög að upp­færðri eig­enda­stefnu fjár­mála­fyr­ir­tækja gefa til kynna að horft sé til sama banka­kerf­is og fyr­ir hrun.

Þetta kom fram í sér­stakri umræðu á Alþingi í dag þar sem Odd­ný óskaði eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um frá Bene­dikt um eig­enda­stefnu fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki en drög að upp­færðri stefnu þess efn­is voru birt á heimasíðu fjár­málaráðuneyt­is­ins 10. fe­brú­ar síðastliðinn.

Sam­kvæmt drög­un­um stefn­ir fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið að því að selja all­an eign­ar­hlut rík­is­sjóðs í Íslands­banka, Ari­on banka og Spari­sjóði Aust­ur­lands en rík­is­sjóður skal áfram eiga 34-40% eign­ar­hlut í Lands­bank­an­um.

Odd­ný sagði drög­in gefa til kynna að „við horf­um á sama banka­kerfið og fyr­ir hrun,“ en að þörf væri á að koma upp reglu­verki og aðhaldi í sam­ræmi við alþjóðleg­ar kröf­ur.

Þá lagði Odd­ný til að starf­semi fjár­fest­inga­banka og viðskipta­banka yrði aðskil­in og sagði að ríkið ætti „alls ekki“ að selja bank­ana held­ur nýta tæki­færið til að end­ur­skipu­leggja banka­kerfið.

Bene­dikt sagði ósenni­legt að skyn­sam­legt væri að sundra bönk­un­um, því banka­kerfið væri nú þegar stórt miðað við ís­lenska hag­kerfið. Hann sagði þá eng­in áform um að breyta upp­bygg­ingu banka­kerf­is­ins í meg­in­drátt­um en benti á að Alþingi gæti sett regl­ur um starf­semi bank­anna, óháð eign­araðild.

Aðstæður á Íslandi ein­stak­ar

Í inn­leggi sínu í umræðuna sagði Lilja Al­freðsdótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, aðstæður á ís­lensk­um fjár­mála­markaði ein­stak­ar þar sem eign­ar­hald rík­is á bönk­un­um væri með því um­fangs­mesta sem þekk­ist í Evr­ópu.

Lilja kallaði því eft­ir að sett­ur yrði á lagg­irn­ar hóp­ur af sér­fræðing­um sem ynni náið með þing­inu um framtíðar­mót­un á „þessu mik­il­væga máli“ því stjórn­völd væru „í dauðafæri til að fara í heild­ar­end­ur­skoðun [á banka­kerf­inu]“.

Þá kölluðu fleiri þing­menn eft­ir því að mögu­leg­ur aðskilnaður viðskipta- og fjár­fest­inga­banka yrði skoðaður til hlít­ar og sagði Bene­dikt mik­il­vægt að taka þá umræðu til enda á Alþingi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka