Sjálfstæðisflokkurinn aftur stærstur

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist sá stjórn­mála­flokk­ur sem nýt­ur mests fylg­is sam­kvæmt nýrri könn­un MMR sem fór fram dag­ana 17. til 24. fe­brú­ar. Í síðustu könn­un­um MMR hef­ur Vinstri hreyf­ing­in – grænt fram­boð mælst stærsti flokk­ur­inn, en hann mæld­ist nú næst­stærst­ur.

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins mæld­ist nú 26,9%, en var 24,4% í síðustu könn­un sem lauk 15. fe­brú­ar. Vinstri græn­ir lækka aft­ur á móti úr 27% niður í 23,9%. Rík­is­stjórn­in mæl­ist með 37,9% fylgi og hækk­ar um 3 pró­sentu­stig milli mæl­inga.

Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins hækkaði um 1,5 pró­sentu­stig milli mæl­inga og er nú 12,2% og er flokk­ur­inn sá þriðji stærsti. Pírat­ar mæl­ast með 11,6%, en mæld­ust með 11,9% í síðustu könn­un.

Sam­fylk­ing­in fer niður í 8% úr 10% í síðustu könn­un. Viðreisn mæl­ist með 6,3% fylgi og Björt framtíð með 5,2% fylgi.

Fylgi annarra flokka var sam­an­lagt 5,9%. 

Niður­stöður könn­un­ar í heild mál lesa á vef MMR.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert