Gagnrýnir þvottaþjónustu Hjallastefnunnar

Nichole Leigh Mosty.
Nichole Leigh Mosty. mbl.is/Ómar

Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi þvottaþjónustu Hjallastefnunnar í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag.

Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, sagði í viðtali í gær að boðið væri upp á þessa þjónustu til að reyna að létta álaginu af barnafjölskyldum. Áður hafði Hjallastefnan boðið foreldrum að kaupa mat á leikskólanum sem er framleiddur af Gló.

Það stakk mig að Hjallastefnan er að byrja með þvottaþjónustu. Fyrir mér er þessi frétt á skjön við aðgerðir til að efla virðingu samfélagsins fyrir menntastofnunum og þeim dýrmætu kennurum sem þar starfa,“ sagði Nichole. 

Það að stofnun sem ber skylda til að sinna menntun og uppeldi skuli taka að sér heimilisstörf er ekki leið að mínu mati til að bæta virðingu fyrir kennarastarfi. Kannski fær skólinn fleiri viðskiptavini,“ bætti hún við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka