Hvaða áhrif hefur þetta á börn?

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvert er frelsið þegar upp er staðið ef það er í formi þess að íþyngj­andi sjúk­dóm­ar, íþyngj­andi álag á allt okk­ar innviðakerfi er niðurstaðan?“ spurði Bjarkey Ol­sen, þingmaður VG, í umræðum um áfeng­is­frum­varpið á Alþingi í dag.

Bjarkey og Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tók­ust á um áfeng­is­frum­varpið. Brynj­ar spurði Bjarkeyju hvort lýðheilsu lands­manna hefði hrakað síðan bjór­inn var leyfður árið 1989. „Eina sem ég sé er að meðal­ald­ur þjóðar­inn­ar er alltaf að hækka,“ sagði Brynj­ar.

Meiri­hluti þjóðar­inn­ar á móti

Bjarkey sagðist von­ast til að þetta sé í síðasta skipti sem málið kem­ur fyr­ir Alþingi og bind­ur von­ir við að þetta sé ekki ei­líft bar­áttu­mál Sjálf­stæðismanna. „Sam­kvæmt könn­un­um eru 75% þjóðar­inn­ar ekki hlynnt þessu máli,“ sagði Bjarkey.

Þingmaður­inn vitnaði í heil­brigðisráðherra Nor­egs en eins og fram kom í morg­un ótt­ast Bent Høie, heil­brigðisráðherra Nor­egs, hvaða áhrif það get­ur haft á áfeng­is­sölu í Nor­egi ef Alþingi samþykk­ir að heim­ila sölu á áfengi í mat­vöru­versl­un­um.

Á sama tíma og Íslend­ing­ar og Finn­ar ætli að veita meira frelsi í sölu á áfengi reyni önn­ur ríki í Evr­ópu að draga úr slíku aðgengi vegna þess hversu al­var­leg áfeng­is­vanda­mál hafa komið þar upp.

„Ég held að við séum að taka skref aft­ur á bak með þessu og ég vona svo sann­ar­lega að þetta verði ekki að veru­leika,“ sagði Bjarkey og bætti við að það ætti að hugsa í þessu máli, eins og öðrum, um hag barna og af­leiðing­arn­ar sem áfengi í búðir geti haft á þau:

„Af­leiðing­ar sem kosta sam­fé­lagið og börn og börn fjöl­skyldna sem hafa ekk­ert með það að gera að vera í þeim aðstæðum. Það er áhuga­vert hvort tals­menn frum­varps­ins hafa látið gera könn­un á því hvort, og ef svo er hvaða, áhrif þetta gæti haft á ungt fólk og börn? Auðvitað á að kanna öll mál með til­liti til áhrifa á börn.“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Eig­um við að spóla al­veg til baka?

Brynj­ar var ef­ins um að tak­mark­an­ir á aðgengi hafi áhrif á neyslu og spurði þá hvers vegna við spóluðum ekki ein­fald­lega alla leið til baka. „Af hverju spól­um við þá ekki til baka, tök­um þessa fjölg­un, höf­um þrjár gaml­ar versl­an­ir og allt af­greitt yfir borðið. Tak­mörk­um aðgengi al­menni­lega. Trú­ir þingmaður þá að lýðheilsu sé bjargað?“ spurði Brynj­ar. „Hvað höf­um við fyr­ir okk­ur í því með aðgengi, fyr­ir utan kann­an­ir er­lend­is sem eru fram­kvæmd­ir af þeim sem eru á móti þessu,“ bætti Brynj­ar við.

Bjarkey svaraði Brynj­ari og sakaði hann um mál­efnaþurrð vegna svara hans um að það hlyti þá að vera best að fara aft­ur þangað sem við vor­um áður en bjór­inn var leyfður. „Er verið að halda því fram að vís­indi séu ekki mark­tæk af því að þau eru í út­lönd­um. Þetta er ekki boðleg­ur mál­flutn­ing­ur,“ sagði Bjarkey.

Rík­is­for­sjár­hyggja dauðans

Brynj­ar sagði að þótt ein­hver segði eitt­hvað í út­lönd­um væri það ekki sjálf­krafa satt. „Staðreynd­ir tala sínu máli. Ung­menni drekka minna áfengi núna þrátt fyr­ir mik­inn fjölda sölustaða. Ef yngra fólkið drekk­ur minna má bú­ast við því að það drekki minna um æv­ina og það er þróun í rétta átt,“ sagði Brynj­ar. 

Hann sagði enn frem­ur að með þeim rök­um sem þingmaður VG héldi fram væri rétt að snúa til baka með sölu áfeng­is. „För­um aft­ur; það hlýt­ur að hafa sömu áhrif­in. Spól­um til baka eða kannski bara banna þetta. Þetta er und­ar­leg rík­is­for­sjár­hyggja dauðans. Ég elska þetta fyr­ir­tæki, ÁTVR, en skil þetta ekki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert