Hvaða áhrif hefur þetta á börn?

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvert er frelsið þegar upp er staðið ef það er í formi þess að íþyngjandi sjúkdómar, íþyngjandi álag á allt okkar innviðakerfi er niðurstaðan?“ spurði Bjarkey Olsen, þingmaður VG, í umræðum um áfengisfrumvarpið á Alþingi í dag.

Bjarkey og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tókust á um áfengisfrumvarpið. Brynjar spurði Bjarkeyju hvort lýðheilsu landsmanna hefði hrakað síðan bjórinn var leyfður árið 1989. „Eina sem ég sé er að meðalaldur þjóðarinnar er alltaf að hækka,“ sagði Brynjar.

Meirihluti þjóðarinnar á móti

Bjarkey sagðist vonast til að þetta sé í síðasta skipti sem málið kemur fyrir Alþingi og bindur vonir við að þetta sé ekki eilíft baráttumál Sjálfstæðismanna. „Samkvæmt könnunum eru 75% þjóðarinnar ekki hlynnt þessu máli,“ sagði Bjarkey.

Þingmaðurinn vitnaði í heilbrigðisráðherra Noregs en eins og fram kom í morgun óttast Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs, hvaða áhrif það get­ur haft á áfeng­is­sölu í Nor­egi ef Alþingi samþykk­ir að heim­ila sölu á áfengi í mat­vöru­versl­un­um.

Á sama tíma og Íslend­ing­ar og Finn­ar ætli að veita meira frelsi í sölu á áfengi reyni önn­ur ríki í Evr­ópu að draga úr slíku aðgengi vegna þess hversu al­var­leg áfeng­is­vanda­mál hafa komið þar upp.

„Ég held að við séum að taka skref aftur á bak með þessu og ég vona svo sannarlega að þetta verði ekki að veruleika,“ sagði Bjarkey og bætti við að það ætti að hugsa í þessu máli, eins og öðrum, um hag barna og afleiðingarnar sem áfengi í búðir geti haft á þau:

„Afleiðingar sem kosta samfélagið og börn og börn fjölskyldna sem hafa ekkert með það að gera að vera í þeim aðstæðum. Það er áhugavert hvort talsmenn frumvarpsins hafa látið gera könnun á því hvort, og ef svo er hvaða, áhrif þetta gæti haft á ungt fólk og börn? Auðvitað á að kanna öll mál með tilliti til áhrifa á börn.“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. mbl.is/Árni Sæberg

Eigum við að spóla alveg til baka?

Brynjar var efins um að takmarkanir á aðgengi hafi áhrif á neyslu og spurði þá hvers vegna við spóluðum ekki einfaldlega alla leið til baka. „Af hverju spólum við þá ekki til baka, tökum þessa fjölgun, höfum þrjár gamlar verslanir og allt afgreitt yfir borðið. Takmörkum aðgengi almennilega. Trúir þingmaður þá að lýðheilsu sé bjargað?“ spurði Brynjar. „Hvað höfum við fyrir okkur í því með aðgengi, fyrir utan kannanir erlendis sem eru framkvæmdir af þeim sem eru á móti þessu,“ bætti Brynjar við.

Bjarkey svaraði Brynjari og sakaði hann um málefnaþurrð vegna svara hans um að það hlyti þá að vera best að fara aftur þangað sem við vorum áður en bjórinn var leyfður. „Er verið að halda því fram að vísindi séu ekki marktæk af því að þau eru í útlöndum. Þetta er ekki boðlegur málflutningur,“ sagði Bjarkey.

Ríkisforsjárhyggja dauðans

Brynjar sagði að þótt einhver segði eitthvað í útlöndum væri það ekki sjálfkrafa satt. „Staðreyndir tala sínu máli. Ungmenni drekka minna áfengi núna þrátt fyrir mikinn fjölda sölustaða. Ef yngra fólkið drekkur minna má búast við því að það drekki minna um ævina og það er þróun í rétta átt,“ sagði Brynjar. 

Hann sagði enn fremur að með þeim rökum sem þingmaður VG héldi fram væri rétt að snúa til baka með sölu áfengis. „Förum aftur; það hlýtur að hafa sömu áhrifin. Spólum til baka eða kannski bara banna þetta. Þetta er undarleg ríkisforsjárhyggja dauðans. Ég elska þetta fyrirtæki, ÁTVR, en skil þetta ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert