Óttast áhrifin annarsstaðar

Samkvæmt áfengisfrumvarpinu á að heimila sölu á sterku áfengi í …
Samkvæmt áfengisfrumvarpinu á að heimila sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum. AFP

Heil­brigðisráðherra Nor­egs, Bent Høie, ótt­ast hvaða áhrif það get­ur haft á áfeng­is­sölu í Nor­egi ef Alþingi samþykk­ir að heim­ila sölu á áfengi í mat­vöru­versl­un­um. Á sama tíma og Íslend­ing­ar og Finn­ar ætli að veita meira frelsi í sölu á áfengi þá reyni önn­ur ríki í Evr­ópu að draga úr slíku aðgengi vegna þess hversu al­var­leg áfeng­is­vanda­mál hafa komið þar upp.

Fjallað er um málið í Af­ten­posten en sam­kvæmt frétt blaðsins vek­ur það ugg í huga ráðherr­ans fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­gjöf Íslend­inga og Finna.

Í Finn­landi er til at­hug­un­ar að heim­ila sölu á drykkjar­vör­um sem inni­halda allt að 5,5% áfeng­is­magn. Það geti þýtt að sala á léttu áfengi fari inn í versl­an­ir frá bör­um og veit­inga­hús­um. Á Íslandi hef­ur verið lagt fram frum­varp á Alþingi sem heim­il­ar sölu á öllu áfengi í mat­vöru­versl­un­um, bjór, létt­víni og sterku áfengi. 

Bent Høie seg­ir að það sé að sjálf­sögðu ríkj­anna sjálfra að taka ákvörðun þar um en hingað til hafi Norður­lönd­in, fyr­ir utan Dan­mörku, staðið sam­an um sölu á áfengi í sér­stök­um rík­is­rekn­um versl­un­um. Það sem stefnt sé að í Finn­landi muni án efa grafa und­an slíkri rík­is­sölu og ef þetta verður að veru­leika séu það aðeins Nor­eg­ur og Svíþjóð sem standi fast á því að selja áfengi í rík­is­versl­un­um.

Nor­eg­ur fékk und­anþágu frá ákvæðum EES árið 1994 um að selja aðeins áfengi í rík­is­rekn­um versl­un­um og eins Svíþjóð frá ákvæðum ESB. 

Høie seg­ir það skjóta skökku við að á sama tíma og mörg ríki Evrípu eru að íhuga að færa sig yfir í nor­ræna mód­elið varðandi áfeng­is­sölu þá séu nor­rænu rík­in að færa sig frá þeirri stefnu. Høie ætl­ar að ræða þessi mál við starfs­bræður sína ann­ars staðar á Norður­lönd­um á ráðherra­fundi Norður­landa í maí, seg­ir í frétt Af­ten­posten.

Frétt Af­ten­posten

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert